Miðnæturhlaup Suzuki 2018 fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní. Skráðir þátttakendur eru hvattir til að fara inná "mínar síður" hér á marathon.is til að yfirfara sínar upplýsingar um símanúmer, hlaupahópa o.fl.
SMS úrslit
Í Miðnæturhlaupi Suzuki á fimmtudagskvöld fá hlauparar með skráð farsímanúmer sms stuttu eftir að þeir koma yfir marklínuna. Skilaboðin munu innihalda óstaðfestan tíma hlaupara. Staðfest úrslit munu síðan birtast á midnaeturhlaup.is eigi síðar en kl.02:00.
Hver hlaupari getur aðeins skráð eitt farsímanúmer en það þarf ekki að vera hans eigið, má líka vera hjá aðstandanda sem bíður spenntur á hliðarlínunni. Ef um er að ræða farsímanúmer sem er skráð erlendis þarf það að vera skráð eins og verið væri að hringja í númerið frá Íslandi t.d. 0045 45264526.
Hlauparar geta fundið skráð farsímanúmer sitt inná "mínum síðum" og breytt því að vild. Athugið þó að mínar síður loka á miðnætti miðvikudagskvöldið 20.júní. Einnig verður hægt að skrá farsímanúmer við afhendingu gagna í Laugardalshöll.
Hlaupahópar
Þau sem vilja að nafn hlaupahóps birtist á skráningarlistum og í úrslitum geta skráð það í skráningarferlinu eða sett það inn á "mínum síðum" undir liðnum vefupplýsingar.
Listi yfir skráða
Hér getur þú fundið lista yfir skráða þátttakendur í Miðnæturhlaup Suzuki 2018. Athugið þó að ekki vildu allir láta nafn sitt birtast á skráningarlista. Ef þú vilt breyta þessari stillingu á þinni skráningu getur þú gert það á "mínum síðum" undir liðnum vefupplýsingar.
Hægt er að fá aðstoð við allt sem tengist skráningu og upplýsingum á "mínum síðum" í gegnum netfangið [email protected].