Breyting á hlaupaleið
18. júní 2019

Miðnæturhlaup Suzuki hefst á Engjavegi fyrir framan Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við innganginn í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn líkt og undanfarin ár.  Vegna vaxandi fjölda þátttakenda í hlaupinu verður hlaupaleiðin í hálfmaraþoni og 10 km hlaupinu örlítið breytt í ár. Í stað þessa að hlaupa á göngubrú yfir Miklubraut á leið inn í Elliðaárdal verður hlaupið á brúnni sem tengir Skeiðarvog og Réttarholtsveg. Síðan verður hlaupið austur Sogaveg, niður Bústaðaveg og þaðan inn í Elliðaárdal. Göngubrúin er síðan notuð á leiðinni til baka en hún var orðin alltof þröng fyrir þennan mikla fjölda hlaupara í upphafi hlaups og verður mikill munur að fara þessa nýju leið.

Þátttakendur á hlaupum á göngubrú yfir Miklubraut

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.