Forskráningu að ljúka
17. júní 2019

Forskráningu í Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer á fimmtudagskvöldið 20.júní lýkur á miðnætti miðvikudagskvöldið 19.júní. Allir eru hvattir til að forskrá sig því þátttökugjaldið er 20% hærra á hlaupdag.

Spennandi dagskrá

Það stefnir í frábært hlaupaveður á fimmtudaginn og verður spennandi dagskrá bæði fyrir og eftir hlaup. Inga frá Iceland Power Yoga mun stjórna upphitun fyrir hlaup en ræst verður á eftirfarandi tímum:

Hálfmaraþon - ræst kl.21:00
10 km hlaup - ræst kl.21:00
5 km hlaup - ræst kl.21:20

Að hlaupi loknu tekur Inga einnig á móti hlaupurum og verður með yogaæfingar fyrir þá sem vilja. Söngvarinn góðkunni, Eyþór Ingi, mætir líka og grípur í gítarinn.

Þátttakendum er boðið frítt í sund í Laugardalslaug eftir hlaupið. Hleypt verður ofan í til kl.00:30 og er hægt að svamla í lauginni og heitu pottunum til kl.01:00. Einnig verður frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þetta kvöld klukkan 21:00-00:00. 

Sjá nánari dagskrá kvöldsins hér.

Glæsileg verðlaun

Að hlaupi loknu verða fyrstu þrír karla og fyrstu þrjár konur í hverri vegalengd verðlaunuð auk þess sem fyrstu hlauparar í hverjum aldursflokki fá verðlaunapening. Í hálfmaraþoni eru veitt peningaverðlaun en sigurvegarar í öllum vegalengdum fá Garmin hlaupaúr. Þá fá fyrstu þrír karlar og þrjár konur fá glaðning frá Camelbak, Suzuki og GÁP ásamt gjafabréfi í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Útdráttarverðlaun frá Powerade og Iceland Power Yoga verða veitt á marksvæðinu. Sjá nánar hér.

Karl og kona á hlaupum í miðnætursól

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.