Fríðindi fyrir hlaupara

Miðnæturhlaup Suzuki á marga góða samstarfsaðila og ætla nokkrir þeirra að bjóða þátttakendum í hlaupinu sérkjör.

Adidas - 20% afsláttur
Á adidas.is fá hlauparar 20% afslátt af öllum vörum með því að nota afsláttarkóðann night18. Afslátturinn gildir til og með 30.júní. Athugið að til að kóðinn virki þarf að byrja á því að innskrá sig á adidas.is.

Garmin - 15% afsláttur
Garmin býður 15% afslátt af öllum hlaupa- og heilsuúrum á garmin.is með afsláttarkóðanum night18. Það eru öll Garmin úr í flokknum Hreyfing og heilsa og flokknum Hlaupið. Afslátturinn gildir til og með 30.júní á garmin.is.

Rebook Fitness - frítt vikukort
Rebook Fitness býður öllum hlaupurum í Miðnæturhlaupi Suzuki 2018 frítt vikukort í líkamsrækt. Rebook Fitness er með líkamsræktarstöðvar á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu og hafa korthafar einnig aðgang að þremur sundlaugum. Þetta boð gildir út ágúst og þarf að skila inn hlaupanúmerinu í afgreiðslu einhverrar stöðvar Rebook Fitness til að fá aðgang.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Suzuki
  • Adidas
  • Avis
  • Culiacan
  • Garmin
  • Margt Smátt
  • 66 norður
  • ÍTR
  • Bændaferðir
  • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum. Það eru: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.