Góð þátttaka í viðhorfskönnun
18. júlí 2019

Miðnæturhlaup Suzuki 2019 fór fram fimmtudaginn 20.júní í frábæru veðri.

Á dögunum fengu þátttakendur senda stutta viðhorfskönnun. Markmiðið með könnuninni var að gefa þátttakendum kost á að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara svo hægt verði að halda enn betra hlaup á næsta ári. Um 700 manns tóku þátt í könnuninni og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir að gefa sér tíma til að svara.

Langflestir upplifðu hlaupið með jákvæðum hætti en 97% myndu mæla með því við vini og ættingja. Margar fínar ábendingar bárust einnig sem án efa verða nýttar til að gera gott hlaup betra.

Fjórir heppnir sem luku könnuninni voru dregnir út og fá 5.000 kr gjafabréf sem gildir sem greiðsla uppí þátttökugjöld í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftirfarandi eru þátttökunúmer þeirra heppnu:

  • 26326560
  • 26351886
  • 26326567
  • 26355695

Vinningshafar þurfa að senda póst á [email protected] og fá þá send gjafabréfin sín um hæl.

Glaðir hlauparar í Elliðaárdal

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki Korta

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.