Miðnæturhlaupi Suzuki 2020 hefur verið aflýst

Miðnæturhlaup Suzuki er hlaup sem haldið hefur verið árlega síðan 1992 eða síðustu 27 ár. Hlaupið hefur vaxið og dafnað og er einn af stærstu hlaupaviðburðum ársins, viðburður þar sem vinir og fjölskyldur mæta til að njóta þess að hlaupa saman í kvöldsólinni. Við teljum það of snemmt að halda viðburð af þessari stærðargráðu í júní og hefur því verið ákveðið að aflýsa hlaupinu í ár. 

Miðnæturhlaup Suzuki 2021 verður haldið 24. júní og vonumst við til að sem flestir getið verið með okkur að ári þegar aðstæður hafa batnað.  

Við hvetjum ykkur til að halda áfram að æfa ykkur og sjáumst í Reykjavíkurmaraþoninu 22. ágúst. 

Allir skráðir þátttakendur hafa fengið email með frekari upplýsingum. 

Sjáumst á næsta ári! 

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suzuki 

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Suzuki
  • Adidas
  • Avis
  • Culiacan
  • Garmin
  • Margt Smátt
  • 66 norður
  • ÍTR
  • Bændaferðir
  • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum. Það eru: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.