Myndir
18. júní 2019

Ljósmyndarar frá hlaup.is mæta í Miðnæturhlaup Suzuki 2019 og reyna að ná myndum af sem flestum þátttakendum í hlaupinu. Hægt verður að kaupa myndir á hlaup.is nokkrum dögum eftir hlaup.

Þau sem vilja deila upplifun sinni af hlaupinu með öðrum eru hvattir til að merkja myndir á instagram með @midnightrunis og #midnightruniceland. Þrír heppnir myndasmiðir fá 10.000 kr gjafabréf sem hægt er að nota sem greiðslu uppí þátttökugjöld í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir í þrjú ár.

Tvær stúlkur að taka sjálfsmynd

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.