Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2018 sem fram fer að kvöldi fimmtudagsins 21.júní er hafin hér á marathon.is. Smelltu hér eða á "skráðu þig í næsta hlaup" hnappinn hér til hliðar til að skrá þig til þátttöku. Eins og undanfarin ár geta hlauparar í Miðnæturhlaupi Suzuki valið hvort þeir vilja fá afhendan verðlaunapening þegar þeir koma í mark eða ekki. Verðlaunapeningurinn kostar 500 kr.
Mælt er með því að hlauparar skrái sig fyrir 13.apríl til að tryggja sér 20% afslátt af forskráningargjaldinu en forskráning er opin til miðnættis þann 20.júní. Einnig er hægt að skrá sig til þátttöku á hlaupdag en þá er þátttökugjaldið hærra. Smelltu hér til að skoða verðskrá.
Hér á marathon.is má finna lista yfir þau sem þegar hafa skráð sig til þátttöku. Athugið að ekki vildu allir láta nafn sitt birtast á opnum skráningarlista.