Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 er nú í fullum gangi hér á marathon.is og verður opin til miðnættis miðvikudaginn 20.júní.
Nú þegar hafa um 1600 manns skráð sig til þátttöku. Skráningar skiptast nokkuð jafnt milli vegalengda en flestir eru þó skráðir í hálft maraþon eða 632. Um 1000 erlendir hlauparar frá 40 löndum hafa skráð sig til þátttöku, flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada.
Í Miðnæturhlaupi Suzuki er hægt að velja á milli þriggja vegalengda: hálf maraþons, 10 km og 5 km. Allar vegalengdir eru löglega mældar og viðurkenndar af AIMS og Frjálsíþróttasambandi Íslands.
Smelltu hér til að skrá þig í Miðnæturhlaup Suzuki 2018.
Smelltu hér til að skoða lista yfir skráða þátttakendur.