Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer fimmtudagskvöldið 25.júní 2020 hefst 10.janúar klukkan 10:00.
Þrjár vegalengdir eru í boði:
- Hálfmaraþon (21,1 km)
- 10 km hlaup
- 5 km hlaup
Hlauparar eru hvattir til að skrá sig snemma því þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi.
Í næsta nágrenni við endamark hlaupsins er Laugardalslaugin en þangað er öllum þátttakendum boðið til að láta þreytuna líða úr sér að hlaupi loknu. Smelltu hér til að skoða dagskrá hlaupdags.