Skráning hefst 10.janúar 2020

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer fimmtudagskvöldið 25.júní 2020 hefst 10.janúar klukkan 10:00.

Þrjár vegalengdir eru í boði:

 • Hálfmaraþon (21,1 km)
 • 10 km hlaup
 • 5 km hlaup

Hlauparar eru hvattir til að skrá sig snemma því þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi.

Í næsta nágrenni við endamark hlaupsins er Laugardalslaugin en þangað er öllum þátttakendum boðið til að láta þreytuna líða úr sér að hlaupi loknu. Smelltu hér til að skoða dagskrá hlaupdags.

Þátttakendur á hlaupum í miðnætursól í Elliðaárdal

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Suzuki
 • Adidas
 • Avis
 • Culiacan
 • Garmin
 • Margt Smátt
 • 66 norður
 • ÍTR
 • Bændaferðir
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum. Það eru: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.