Hafðu samband - Um okkur

Framkvæmdaraðili Miðnæturhlaup Suzuki er Íþróttabandalag Reykjavíkur. Allar frekari upplýsingar um hlaupið eru veittar á skrifstofu ÍBR eða í gegnum netfangið [email protected].

Íþróttabandalag Reykjavíkur - viðburðir
kt. 590493-2369
Engjavegi 6
104 Reykjavík
sími 535 3700

Miðnæturhlaupið hefur farið fram í Laugardalnum dagana í kringum Jónsmessu og Sumarsólstöður síðan 1993.

Frá 2003 hefur Miðnæturhlaupið verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur eru árlega haldnir sex stórir íþróttaviðburðir sem auk Miðnæturhlaups Suzuki eru Tour of Reykjavik, Laugavegur Ultra Marathon, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Reykjavik International Games og Norðurljósahlaup Orkusölunnar. Um 150 sjálfboðaliðar úr íþróttahreyfingunni koma að framkvæmd Miðnæturhlaups Suzuki, flestir þeirra úr íþróttafélögunum í Reykjavík.

Hlauparar í Miðnæturhlaupinu

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.