Algengar spurningar

Almennar upplýsingar

  • Miðnæturhlaup Suzuki 2024 - fimmtudagskvöldið 20. júní
  • Miðnæturhlaup Suzuki 2025 - fimmtudagskvöldið 19. júní
  • Miðnæturhlaup Suzuki 2026 - fimmtudagskvöldið 18. júní
 • Í Miðnæturhlaup Suzuki er boðið uppá þrjár vegalengdir. Sumar þeirra hafa þó aldurstakmark.

  Vegalengdirnar eru:

  Hálft maraþon (21,1 km) - aldurstakmark, 15 ára

  10 km hlaup - aldurstakmark, 12 ára

  5 km hlaup - fyrir öll

Skráning

 • Skráning er opin - Við opnum skráningu fyrir næsta hlaup daginn eftir viðburð þessa árs.

 • Já, en skráning er opin á netinu alveg þar til hlaupið hefst þannig við mælum með að spara þér tíma í röð og ganga frá skráningunni á netinu.

 • Hlaupanúmer, medalía, aðgangur í sund í Laugardalslaug eftir hlaup, öll þjónusta og drykkir á hlaupdag.

 • Laugardalshöll þann 20. júní frá kl 16:30 - 21:00

 • Hægt er að breyta um vegalengd inná "mínum síðum" áður en hlaupagögn eru sótt.

 • Við endurgreiðum ekki eða færum skráningu milli ára. Hægt er að millifæra miðann og gera nafnabreytingu inná "mínum síðum".

 • Inn á mínum síðum er hægt að breyta öllum upplýsingum þar til degi fyrir hlaup. Eftir það er hægt að koma á úrlausnarborð við afhendingu gagna og fá aðstoð starfsfólks.

Varningur

 • Á mínum síðum er opið fyrir vefsölu þegar varningur er í boði. Við bætum reglulega við fleiri vörum þannig við hvetjum hlaupara til að kíkja aftur nær hlaupi á hvað er í boði.

 • Hægt er að skila ómerktum varningi áður en hlaupið fer fram. Það er hægt að hafa samband til að skipta stærðum áður en hlaupið fer fram eða við afhendingu gagna ef rétta stærðin er til.

 • Allur varningur er afhentur á hlaupdegi við afhendingu gagna í Laugardalshöll. Ef það gleymdist að sækja þá er hægt að hafa samband og sækja á skrifstofum okkar á Engjavegi 6.

 • Eins og er þarftu að vera með skráningu til að kaupa varning en unnið er að því að opna verslunina fyrir almenning.

Hlaupið

 • Hlaupið hefst kl 21:00. Hægt er að skoða dagskrá hlaupadags hér!

 • Hlaupið byrjar á Engjavegi fyrir framan Laugardalshöll og endar í göngunum hjá Skautahöllinni.

 • Öllum er velkomið að fylgjast með á hlaupdag en eingöngu þátttakendur mega vera á afgirtu svæðinu þar sem hlaupið hefst og endar.

 • Tímatöku lýkur á miðnætti. Þátttakendur sem koma í mark eftir miðnætti fá ekki skráðan tíma.

 • Nei það eru ekki hraðastjórar í hlaupinu en það eru undanfarar á hjólum.

 • Já, hlaupið er viðurkennt af AIMS

Eftir hlaupið

 • Eftir hlaup fá allir hlauparar medalíu og aðgang að drykkjarstöð. Á svæðinu verður hægt að næla sér í mat áður en haldið er í Laugardalslaug í sundlaugapartý.

 • Úrslitin eru að finna hér á heimasíðunni.

Styrktaraðilar

 • Suzuki
 • 66 norður
 • ÍTR
 • Gatorade