Dagskrá hlaupdags

Hér að neðan má sjá dagskrá Miðnæturhlaups Suzuki á hlaupdag 20. júní 2019.

Dagskrá 20.júní 2019 - Birt með fyrirvara um breytingar

 • 16:00 - Afhending gagna, skráning og sala á varningi hefst í Laugardalshöll
 • 19:00 - Töskugeymsla í Skautahöll opnar
 • 20.15 - Skráningu lýkur í 21 km og 10 km
 • 20:35 - Skráningu lýkur í 5 km
 • 20:50 - Upphitun á sviði - Inga frá Iceland Power Yoga
 • 21:00 - 10 km og 21 km ræstir á Engjavegi
 • 21:10 - Upphitun á sviði - Inga frá Iceland Power Yoga
 • 21:20 - 5 km ræstir á Engjavegi
 • 21:25 - Upplýsingaborð og verslun í Laugardalshöll lokar
 • 21:30 - Fyrstu 10 km hlauparar væntanlegir
 • 21:35 - Fyrstu 5 km hlauparar væntanlegir
 • 21:40 - Hlauparar fá frían aðgang í Laugardalslaug strax að hlaupi loknu, sýna þarf sundmiða
 • 21:45 - Eyþór Ingi spilar og syngur
 • 22:00 - Fyrstu 21 km hlauparar væntanlegir
 • 22:30 - Hægt verður að nálgast aldursflokkaverðlaun í Skautahöllinni
 • 22:45 - Eyþór Ingi spilar og syngur
 • 00:00 - Tímatöku lýkur
 • 00:20 - Upplýsingaborð og töskugeymsla í Skautahöllinni lokar
 • 00:30 - Síðasti séns að fara í sund í Laugardalslaug
 • 01:00 - Allir þurfa að fara uppúr Laugardalslaug

Tímamörk eru í hálfmaraþoni, þrjár klukkustundir. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma en 3 klst fá ekki skráðan tíma. Allir þátttakendur þurfa að klára sína vegalengd fyrir miðnætti.

Verðlaunaafhending fyrir fyrstu þrjú sæti í hverri vegalengd verður á marksvæðinu um leið og úrslit liggja fyrir. Hægt verður að fá aldursflokkaverðlaun afhent í Skautahöllinni frá klukkan 22:30 eftir hlaup og til kl.00:20 eða á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur eftir helgina. 

Hlauparar eru hvattir til að leggja uppá Suðurlandsbraut því þar verður engin truflun á umferð. Einnig er hægt að leggja við Laugardalshöll og Skautahöll en þar verða lokanir að hluta til um kvöldið og því ekki alltaf hægt að keyra að og frá.

Þrjár vinkonur að hlaupa í mark

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.