5 km

Í Miðnæturhlaupi Suzuki er 5 km hlaupið jafnan vinsælasta vegalengdin enda hentar hún öllum aldurshópum. 1000-1400 hlauparar hafa tekið þátt í 5 km hlaupinu undanfarin ár.

  Þátttakendur

  5 km hlaupið er vegalengd fyrir fólk á öllum aldri og er ekkert aldurstakmark. Vegalengdin er tilvalin fyrir foreldra og börn sem vilja hlaupa saman.

  Skráning

  Skráning í 5 km hlaupið fer fram hér á vefnum midnaeturhlaup.is, en einnig er hægt að skrá sig á hlaupdag í Laugardalshöllinni. Athugið þó að verð hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Miðnæturhlaup Suzuki. 

  Hlaupaleiðin

  Hlaupin er skemmtileg leið í kringum Laugardalinn sem hefst og endar í dalnum miðjum. Laugardalurinn er í fullum blóma á þessum árstíma og því hrein unun að hlaupa þar um. Leið hlaupara liggur framhjá mörgum merkum íþróttamannvirkjum og má þar nefna Laugardalshöllina, Laugardalsvöll, og auðvitað Laugardalslaugina sem þátttendum stendur til boða að stinga sér í að loknu hlaupi. Að mestu er farið eftir stígum í 5 km hlaupinu en einnig er hlaupið á götum. 

  Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).

  Smelltu hér til að skoða kort af leiðinni. 

  Drykkjarstöðvar

  Þátttakendur í 5 km hlaupi munu geta svalað þorstanum þegar komið er í mark, en Ölgerðin býður þátttakendum Gatorade drykki og vatn. 

  Salernisaðstaða

  Þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki geta komist á salerni í Laugardalshöll en einnig eru færanleg salerni/kamrar á marksvæði fyrir aftan Skautahöllina.

  Verðlaun

  Í 5 km hlaupi verða veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti karla, kvenna og kvára, auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti karla, kvenna og kvára í aldursflokkum. Smelltu hér til að kynna þér nánar hvaða verðlaun eru í boði í Miðnæturhlaupi Suzuki.

  Tímataka

  Sjálfvirk tímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður sem samanstendur af mottum í rásmarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups en tímatökuflagan er innbyggð í hlaupanúmerinu hjá hverjum og einum.

  Nánari upplýsingar

  Nánari upplýsingar um 5 km hlaupið í Miðnæturhlaupi Suzuki hér.

Styrktaraðilar

 • Suzuki
 • 66 norður
 • ÍTR
 • Gatorade