Miðnæturhlaup Suzuki er einstakt og spennandi hlaup sem fer fram um sumarsólstöður í hjarta Reykjavíkur. Þátttakendur hlaupa undir miðnætursólinni, sem skapa töfrandi og ógleymanlega stemningu. Hlaupið býður upp á mismunandi vegalengdir, svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem þú ert vanur hlaupari eða byrjandi, þá er Miðnæturhlaup Suzuki frábær leið til að njóta hreyfingar og náttúrufegurðar á sama tíma.
Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki hefst strax eftir að hlaupi lýkur. Áhugasömum stendur til boða að skrá sig (eða aðra) í eftirfarandi vegalengdir:
- Hálfmaraþon - fyrir 15 ára og eldri
- 10 km hlaup - ekki mælt með að yngri en 12 ára taki þátt
- 5 km hlaup
Upphaf og endir allra vegalengdanna er í Laugardalnum. Hlaupin hefjast á Engjavegi og allir hlauparar koma í mark við Þvottalaugarnar. Hlaupabrautin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).
Miðnæturhlaupið hefur farið fram í Laugardalnum dagana í kringum Jónsmessu og Sumarsólstöður síðan 1993. Næstu hlaup eru:
- Miðnæturhlaup Suzuki 2025 - fimmtudagskvöldið 19. júní
- Miðnæturhlaup Suzuki 2026 - fimmtudagskvöldið 18. júní
Um okkur
Framkvæmdaraðili Miðnæturhlaups Suzuki er Íþróttabandalag Reykjavíkur. Allar frekari upplýsingar um hlaupið eru veittar á skrifstofu ÍBR eða í gegnum netfangið info@marathon.is
Sjálfboðaliðar
Vil þú vera hluti af Miðnæturhlaupinu og hjálpa til við að skapa ógleymanlega upplifun fyrir þátttakendur? Við erum að leita að sjálfboðaliðum sem vilja leggja til krafta sína og vera partur af þessum skemmtilega viðburði. Smelltu hér til að kynna þér nánar hvernig þú getur tekið þátt!