
Miðnæturhlaup Suzuki 2021 fer fram 24. júní
10 km vegalengdin hefur verið í boði frá upphafi í Miðnæturhlaupi Suzuki. Ný 10 km leið var tekin í notkun árið 2012 og taka um 1000 hlauparar þátt á hverju ári.
Þátttakendur
10 km hlaupið er ætlað fyrir 12 ára og eldri og er ekki æskilegt að yngri börn taki þátt.
Skráning
Skráning í 10 km hlaup fer fram á vefnum eingöngu í ár á midnaeturhlaup.is Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Miðnæturhlaup Suzuki.
Hlaupaleiðin
10 km hlaupið hefst fyrir utan Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þegar hlauparar koma úr Laugardalnum hlaupa þeir í gegnum hið rótgróna hverfi Vogahverfi, eftir Gnoðarvogi. Því næst er haldið yfir Miklubrautina og yfir í Elliðaárdalinn þar sem hlaupinn er hringur. Hlaupið er meðfram Elliðaánum og þær þveraðar þegar hlaupið er ofan á stíflunni. Að loknum hringnum í Elliðaárdalnum tekur við svipuð leið til baka líkt og farið var í byrjun. Þrátt fyrir að hefja hlaupið á malbiki munu þátttakendur í 10 km hlaupi að mestu fylgja stígum á leið sinni.
Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.
Smelltu hér til að skoða kort af leiðinni.
Drykkjarstöðvar
Þátttakendum í 10 km hlaupi gefst kostur á að svala þorstanum þegar komið er í mark. Vegna takmarkana mun drykkjarstöð sem venjulega er staðsett við stífluna í Elliðarárdal ekki vera með sama sniði og árin á undan. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur hlaupadegi. Það er Ölgerðin sem býður þátttakendum Gatorade drykki og vatn.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um drykkjarstöðvarnar.
Verðlaun
Verðlaunapeningurinn er innifalinn í skráningargjaldinu í ár.
Í 10 km hlaupi verða veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti karla og kvenna auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti karla og kvenna í aldursflokkum. Smelltu hér til að kynna þér nánar hvaða verðlaun eru í boði í Miðnæturhlaupi Suzuki.
Tímataka
Tímataka er í 10 km hlaupinu og til að fá skráðan tíma þurfa þátttakendur að hafa tímatökuflögu fasta í skóreimum sínum. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um tímatöku.
Nánari upplýsingar
Sendu okkur póst á [email protected] ef þig vantar nánari upplýsingar um 10 km hlaupið í Miðnæturhlaupi Suzuki.