Hálfmaraþon

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram 24. júní 2021

Það var í Miðnæturhlaupi Suzuki 2012 sem þátttakendum stóð í fyrsta sinn til boða að taka þátt í hálfmaraþoni. Þá tóku þátt 159 hlauparar þátt en undanfarin ár hafa 7-800 hlauparar skráð sig. Hálfmaraþon er 21,1 km langt.

  
 Þátttakendur

  Þátttakendur

  Allir sem náð hafa 15 ára aldri geta skráð sig og tekið þátt í hálfmaraþoni Miðnæturhlaups Suzuki. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúman 21 kílómeter. Athugið að tímamörk í hlaupinu eru 3 klukkustundir.

  
 Skráning

  Skráning

  Skráning í hálfmaraþonið fer fram hér á vefnum midnaeturhlaup.is. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Miðnæturhlaup Suzuki. 

  
 Hlaupaleiðin

  Hlaupaleiðin

  Hlaupin er bæði skemmtileg og krefjandi leið. Hlaupið hefst á Engjavegi í Laugardalnum en eftir það er að mestu hlaupið á stígum. Þegar hlauparar koma úr Laugardalnum hlaupa þeir í gegnum hið rótgróna hverfi Vogahverfi, eftir Gnoðarvogi. Því næst er haldið yfir Miklubrautina og yfir í Elliðaárdalinn. Hlaupið er meðfram Elliðaánum alla leið upp Elliðaárdalinn og framhjá svæði Fáks í Víðidal. Þaðan er farið upp að Rauðavatni og Morgunblaðshúsinu og leggja hlauparar leið sína í gegnum golfvöllinn Grafarholtsvöll. Úr Grafarholtinu halda hlauparar niður Grafarvoginn, í gegnum bryggjuhverfið í Grafarvogi og fara svo svipaða leið og þeir komu aftur inn í Laugardalinn þar sem hlaupinu lýkur.

  Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

  Smelltu hér til að skoða kort af leiðinni, en þó getur hún breyst lítillega vegna Covid 19 takmarkanna. 

  
 Drykkjarstöðvar

  Drykkjarstöðvar

  Þátttakendum í hálfmaraþoni gefst kostur á að svala þorstanum á leiðinni, Ölgerðin býður þátttakendum Gatoradedrykki og vatn. 

  
 Salernisaðstaða

  Salernisaðstaða

  Þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki geta komist á salerni í Laugardalshöll en einnig eru færanleg salerni/kamrar á marksvæði fyrir aftan Skautahöllina, við stífluna í Elliðaárdal (eftir u.þ.b. 5 km) og á golfvellinum í Grafarholti (eftir u.þ.b. 11 km). Þetta gæti breyst lítillega vegna covid 19.

  
 Verðlaun

  Verðlaun

  Þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki fá afhendan verðlaunapening. Í hálfmaraþoni verða auk þess veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti karla og kvenna ásamt verðlaunum fyrir 1. sæti karla og kvenna í aldursflokkum. Smelltu hér til að kynna þér nánar hvaða verðlaun eru í boði í Miðnæturhlaupi Suzuki.

  
 Tímataka

  Tímataka

  Tímataka er í hálfmaraþoninu og til að fá skráðan tíma þurfa þátttakendur að hafa tímatökuflögu fasta í skóreimum sínum. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um tímatöku.

  
 Nánari upplýsingar

  Nánari upplýsingar

  Sendu okkur póst á [email protected] ef þig vantar nánari upplýsingar um hálfmaraþonið í Miðnæturhlaupi Suzuki.

Samstarfsaðilar
 • Suzuki
 • Adidas
 • Avis
 • Culiacan
 • Garmin
 • Margt Smátt
 • 66 norður
 • Korta
 • ÍTR
 • Bændaferðir
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum. Það eru: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.