Verðlaun

Hér að neðan má sjá þau verðlaun sem veitt verði að loknu Miðnæturhlaupi Suzuki 2019. 

Þátttökuverðlaun

Í skráningarferlinu er hægt að velja um að fá afhendan verðlaunapening þegar komið er í mark eða að sleppa því. Verðlaunapeningurinn kostar 500 kr. Smelltu hér til að skoða verðskrá.

Verðlaunasæti

Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og 5 km hlaupi fá eftirfarandi verðlaun sem afhent eru á marksvæðinu í Laugardalnum:

  • Verðlaunapening 
  • Suzuki glaðning
  • GÁP gjafabréf
  • Gjafabréf í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur

Garmin hlaupaúr

Fyrsti karl og fyrsta kona í 5 km, 10 km og hálfmaraþoni fá hlaupaúr frá Garmin.

Camelbak

Fyrsti karl og fyrsta kona í 5 km, 10 km og hálfmaraþoni fá drykkjarbakpoka frá Camelbak. Hlauparar í 2. og 3. sæti fá Camelbak brúsa.

Peningaverðlaun

Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni fá peningaverðlaun.

Hálft maraþon karla og kvenna

1.sæti.
50.000 ISK
2.sæti.
30.000 ISK
3.sæti.
20.000 ISK

Aldursflokkaverðlaun

Verðlaunapeningur verður veittur fyrir 1. sæti karla og kvenna í öllum aldursflokkum í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og 5 km hlaupi.

Útdráttarverðlaun 

Einnig verða dregin út gjafabréf frá Powerade og afhent á marksvæðinu.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.