Íþróttabandalag Reykjavíkur opnar fyrir kynsegin skráningar í alla hlaupaviðburði 2023

13. október 2022

Íþróttabandalag Reykjavíkur opnar fyrir kynsegin skráningar í alla hlaupaviðburði 2023 

Íþróttabandalag Reykjavíkur er alltaf að vinna í því að búa til betra samfélag og munum opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum ÍBR 2023. Það á við um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Við erum einnig með Norðurljósahlaup Orkusölunnar sem er upplifunar hlaup og þar er ekki beðið um kyn við skráningu. 

Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember.  

“Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR” segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. 

 

Laugavegshlaupið  

Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Skráningar í Laugavegshlaupið opna nú í byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband.  

ÍBR tekur nú sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum og hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll.  

”Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,” segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála.  

ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna. 

 

Hlaupa viðburðir ÍBR 

Norðurljósahlaup Orkusölunnar 4. febrúar 

Miðnæturhlaup Suzuki 22. Júní  

Laugavegshlaup Ultra Maraþon 15. Júlí  

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 19. ágúst

* Athugið að það er verið að yfirfara heimasíður Íþróttabandalags Reykjavíkur í kjölfar breytinganna 

 

Styrktaraðilar

  • Suzuki
  • 66 norður
  • ÍTR
  • Gatorade