Marksvæði

Eftirfarandi eru upplýsingar um skipulag á marksvæði í Miðnæturhlaupi Suzuki 2019. Kortið hér að neðan er frá því í fyrra en það verður uppfært ef þörf er á þegar nær dregur hlaupi.

Allar vegalengdir verða ræstar frá sama stað, fyrir utan Laugardalshöllina, næst Skautahöllinni í Laugardal. Hálft maraþon og 10 km verða ræst á sama tíma, klukkan 21:00. 5 km hlaupið verður síðan ræst klukkan 21:20. Þátttakendur í öllum vegalengdum koma í mark í trjágöngunum við Húsdýra- og fjölskyldugarðinn.

Kort af ras og endamarki.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.