Truflun á umferð

Miðnæturhlaup Suzuki 2019 fer fram fimmtudaginn 20. júní. Líkt og undanfarin ár má búast við truflun á umferð vegna hlaupsins. 

Hlaupið hefst á Engjavegi og endar á göngustíg við þvottalaugarnar í Laugardal. Fyrsta hlaup er ræst kl. 21:00 og búist er við að allir hlauparar verði komnir í mark á miðnætti. Hér er hægt að sjá kort af hlaupaleiðunum. Tuflun verður á umferð meðan á hlaupi stendur og því þurfa hlauparar, bílstjórar og aðrir vegfarendur að gæta varúðar.

Lokanir á götum

Eftirfarandi götulokanir munu eiga sér stað vegna hlaupsins þann 20. Júní 2019:

 • Miðbik Engjavegar við Laugardalshöll frá kl. 17:00 – 22:00.
 • Engjavegur lokaður frá kl. 20:45 – 21:30.
 • Álfheimar milli Gnoðarvogs og Suðurlandsbrautar 20:50 – 23:50
 • Ljósheimar milli Álfheima og Gnoðarvogs 20:50 – 21:30
 • Gnoðarvogur við Engjaveg 20:50 – 21:30
 • Skeiðarvogur milli Sólheima og Sogavegar 20:50 – 21:50
 • Skeiðarvogur milli Sólheima og Suðurlandsbrautar 20:50 – 23:50
 • Borgargerði við Sogaveg 20:50 – 21:50
 • Bústaðarvegur milli Reykjanesbrautar og Stjörnugrófar 20:50 – 21:50
 • Sogavegur frá Skeiðarvogi að Bústaðarvegi 20:50 – 21:50
 • Reykjavegur frá kl. 21:10 – 21:45
 • Suðurlandsbraut við Langholtsveg 21:00 – 23:55

Truflun á umferð

Búast má við truflun á umferð við:

 • Skeiðarvog og Álfheima við Suðurlandsbraut frá kl. 21:20 – 23:00
 • Tunguvegur við Sogaveg 20:50 – 21:50
 • Byggðarendi við Sogaveg 20:50 – 21:50
 • Austurgerði við Sogaveg 20:50 – 21:50

Bílastæði

Mælt er með því að þátttakendur og áhorfendur nýti sér eftirfarandi bílastæði:

 • Fyrir aftan Laugardalshöll til kl.20:45
 • Við Laugardalsvöll (ekki hægt að keyra að og frá k.21:10-21:45)
 • Á Suðurlandsbraut - yfirleitt næg laus stæði eftir kl.18
 • Við húsnæði KFUM og KFUK á Holtavegi og Langholtsskóla

Við upphaf hlaups á Engjavegi

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.