Skráning og verðskrá

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram 19. júní 2025

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2025 er opin og skráning fyrir Miðnæturhlaup Suzuki 2026 hefst daginn eftir hlaup 2025. Áhugasömum stendur til boða að skrá sig (og aðra) í eftirfarandi vegalengdir:

Verðskrá

Skráningu lýkur á netinu 30 mín fyrir ræsingu hlaupsins en þátttakendur þurfa að gefa sér nægan tíma til að ná í hlaupagögnin sín. Einnig er hægt að kaupa miða við afhenginu gagna.

Fyrstu 100 miðar í Miðnæturhlaup Suzuki verða á sérstöku tilboði

Vegalengd
Forskráningar tilboð
Hálfmaraþon - 18 ára og eldri
6.150 kr

Hálfmaraþon - 18 ára og eldri|6.150 kr

Hálfmaraþon - 15-17 ára
5.500 kr

Hálfmaraþon - 15-17 ára|5.500 kr

10 km - 18 ára og eldri
4.500 kr

10 km - 18 ára og eldri|4.500 kr

10 km - 12-17 ára
3.800 kr

10 km - 12-17 ára|3.800 kr

5 km - 18 ára og eldri
3.200 kr

5 km - 18 ára og eldri |3.200 kr

5 km - 17 ára og yngri
2.350 kr

5 km - 17 ára og yngri|2.350 kr

Innifalið í þátttökugjaldi

  • Ölgerðin sér þátttakendum fyrir Gatorade drykkjum og vatni.
  • Sundlaugarpartý í Laugardalslaug með DJ.
  • Verðlaun til fyrstu þriggja hlaupara í hverri vegalengd og fyrsta hlaupara í hverjum aldursflokki.
  • Tímataka, rásnúmer og leiga á tímatökuflögu
  • Brautargæsla

Skilmálar

Við skráningu í hlaup á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að skoða skilmálana og hér til að lesa persónuverndarstefnu ÍBR sem er órjúfanlegur hluti af skilmálunum.

Þátttökugjöld í Miðnæturhlaup Suzuki fást ekki undir neinum kringumstæðum endurgreidd en hægt er að gera nafnabreytingu inni á „mínum síðum" á meðan rafræn skráning í hlaupið er opin.

Greiðsluleiðir

Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með Visa- eða Mastercard kreditkorti, debetkorti og/eða gjafabréfi. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn en hægt er að athuga hvort skráningin er til staðar á mínum síðum á corsa.is.

Staðfesting á skráningu

Við afhendingu hlaupagagna á hlaupdag eru þátttakendur beðnir að hafa QR kóðann/strikamerkið tilbúið, það flýtir fyrir afgreiðslu. Kvittunin er send í tölvupósti til hlaupara þegar skráningu er lokið. Einnig er hægt að finna QR kóða/strikamerkið og kvittun til útprentunar á „mínum síðum".

Breyting á vegalengd

Þeir hlauparar sem vilja breyta um vegalengd eftir að skráningu er lokið geta gert það á „mínum síðum". Greiða þarf fyrir mismun á verði vegalengda ef farið er í dýrari vegalengd. Ekki þarf að greiða sérstakt breytingagjald.

Mínar síður

Að skráningu lokinni eignast hver einstaklingur sitt svæði undir heitinu: „Mínar síður“ þar sem hægt er að breyta persónuupplýsingum og lykilorði ásamt því sem hægt er að breyta um valda vegalengd. Frekari upplýsingar um „Mínar síður" er að finna hér.

Hópskráning

Í skráningarkerfinu er hægt að skrá nokkra hlaupara í einu og borga fyrir þá í einni greiðslu. Hópar/Fyrirtæki sem vilja skrá 10 eða fleiri til þátttöku geta haft samband.

Styrktaraðilar

  • Suzuki
  • 66 norður
  • ÍTR
  • Gatorade